Skuggavaldið

Í Skuggavaldinu ræða prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. Samfara örum samfélagsbreytingum hefur samsæriskenningum hratt vaxið fiskur um hrygg, svo sem í kjölfar Brexit, stjórnartíðar Donalds Trump og COVID-faraldursins. Samsæriskenningar eru þó ekki nýjar af nálinni, heldur hafa þær fylgt manninum frá öndverðu og nærast á þörf til að greina hulið skipulag í óreiðu. Framleitt af Tal.

Listen on:

  • Podbean App

Episodes

#2 - Dauði Díönu part 1

Monday Sep 16, 2024

Monday Sep 16, 2024

Stóð breska konungsfjölskyldan að baki andláti Díönu prinsessu? Eða kannski vopnaframleiðendur? Allt frá hörmulega bílslysinu í París hafa langsóttar samsæriskenningar lifað og fengið vængi, sem þau Eiríkur og Hulda ræða um í þættinum. Þau fjalla um baksöguna, endurgoldna ástina og ræða um prinsessuna sem fólkið elskaði en sem var sjálf svo ósköp óhamingjusöm.

Monday Sep 02, 2024

Stóð aðskilnaðarstjórnin í Suður-Afríku að baki morðinu á Olof Palme? Var farþegaferjunni MS Estoina grandað vegna vopnaflutninga frá Rússlandi? Fórnuðu Satanistar fyrr á öldum norrænum börnum til þess að greiða eldgamla skuld við Ottomannveldið? Þótt Norðurlöndin virðist á yfirborðinu kannski ekki vera gróðrastía samsæriskenninga kennir þar þó ýmissa grasa, svo sem greina má af framanverðum spurningum. Í þættinum fjalla þau Hulda og Eiríkur um Norrænar samsæriskenningar og ræða jafnframt almennt um eðli og inntak samsæriskenninga. Þá er rýnt í það hvers vegna Íslendingar virðast trúaðari á pólitískar samsæriskenningar en íbúar annarra Norðurlanda.

Skuggavaldið - Trailer

Friday Aug 16, 2024

Friday Aug 16, 2024

Í Skuggavaldinu ræða prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. Samfara örum samfélagsbreytingum hefur samsæriskenningum hratt vaxið fiskur um hrygg, svo sem í kjölfar Brexit, stjórnartíðar Donalds Trump og COVID-faraldursins. Samsæriskenningar eru þó ekki nýjar af nálinni, heldur hafa þær fylgt manninum frá öndverðu og nærast á þörf til að greina hulið skipulag í óreiðu. 
Framleitt af Tal.

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125